Verktakafyrirtækið Afltak í Mosfellsbæ er 30 ára í ár. Hjónin Jónas Bjarni Árnason, húsasmíða- og rafvirkjameistari, og Kristín Ýr Pálmarsdóttir, húsasmiður í meistaranámi, hafa átt og rekið það frá 1997 en breytingar urðu eftir að þau keyptu meðeiganda sinn út 2010
Hjá Afltaki Hjónin við verk sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir á Siglufirði gerði af þeim fyrir þau.
Hjá Afltaki Hjónin við verk sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir á Siglufirði gerði af þeim fyrir þau. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Verktakafyrirtækið Afltak í Mosfellsbæ er 30 ára í ár. Hjónin Jónas Bjarni Árnason, húsasmíða- og rafvirkjameistari, og Kristín Ýr Pálmarsdóttir, húsasmiður í meistaranámi, hafa átt og rekið það frá 1997 en breytingar urðu eftir að þau keyptu meðeiganda sinn út 2010. Tvíburarnir Guðbjartur Geiri og Hafsteinn Helgi Grétarssynir bættust síðan í eigendahópinn með sín 10% hvor í árslok 2021.

Starfsmenn eru yfir 30 og verkefnin fjölbreytt; sérsmíði, margs konar þjónusta, viðhaldsvinna, nýbyggingar og rafverktaka. „Við höfum byggt upp góð viðskiptasambönd með heiðarleika og vandvirkni að leiðarljósi,“ segir Jónas og leggur áherslu á ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Samvera þeirra hjóna í leik og starfi sé bæði skemmtileg og gefandi. „Við erum mjög

...