Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Opinbert eftirlit með atvinnustarfsemi hefur lengi verið þyrnir í augum þeirra sem kenna sig við frelsi einstaklings og markaðar. Viðskiptaráð birti í vikunni stutta úttekt þar sem lagðar eru til umbætur á sviði opinbers eftirlits. Tillögurnar eru allrar athygli verðar en sjónarhóllinn er orwellskur og sterklega gefið í skyn að almennir borgarar og fyrirtæki hér á landi geti sig varla hreyft vegna íþyngjandi eftirlits opinberra stofnana. Skoðum þetta nánar.

Viðskiptaráð flokkar öll lögreglu- og sýslumannsembætti landsins sem „opinbera stofnun sem sinni eftirliti“, auk Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjórans. Hjá lögregluembættunum, sýslumönnum, Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóra eru alls 1.655 starfsmenn. Öll embættin sinna grundvallarþjónustu við borgarana og gegna jafnframt mikilvægu öryggishlutverki. Þessum stofnunum ber meðal annars að vernda öryggi borgaranna og gæta

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir