Það er auðvitað ekki viðunandi staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fylgi við hann í höfuðborginni sé ekki meira en raun ber vitni.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Ljóst er að staða Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er óviðunandi. Fylgið hefur um nokkurt skeið verið í lágmarki, eða í kringum 20%. Um þessa stöðu ritaði ég grein í Morgunblaðinu 8. ágúst sl. Í þeirri grein hvatti ég borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins til að endurskoða vinnulag sitt. Það felst meðal annars í því að ná betra sambandi við kjósendur í Reykjavík og kynna vel þau málefni sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á í störfum sínum á vettvangi borgarstjórnar. Heimsóknir á vinnustaði í hverfum borgarinnar eru í þessu sambandi mikilvægar.

Óviðunandi staða

Það er auðvitað ekki viðunandi staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fylgi við hann í höfuðborginni sé ekki meira en raun ber vitni. Ljóst er að málefnum borgarinnar er ekki vel stjórnað af meirihlutanum

...