Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa er að ganga til liðs við enska félagið Liverpool. Chiesa kemur frá Juventus og mun Liverpool greiða í kringum 13 milljónir punda fyrir Ítalann. Enskir miðlar greina frá en Chiesa mun skrifa undir fjögurra ára samning á Anfield. Ítalinn var magnaður með landsliði sínu á Evrópumótinu árið 2021, sem Ítalía vann. Síðan þá hefur hann mikið glímt við meiðsli en hann kom til Juventus frá Fiorentina.

Franski knattspyrnumaðurinn Yacine Adli er genginn til liðs við Fiorentina á lánssamningi frá AC Milan. Adli verður á láni út tímabilið en Fiorentina getur keypt Frakkann næsta sumar og ef svo verður myndi hann skrifa undir fjögurra ára samning hjá félaginu. Adli er 24 ára gamall miðjumaður sem verður samherji Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina.

Landsliðskonan Sædís

...