Betra væri að reisa vindorkuver á hentugum hafsvæðum í efnahagslögsögu Íslands en á landi, sé nauðsynlegt talið að beisla vindorku í stórum stíl.
Magnús Jóhannesson
Magnús Jóhannesson

Magnús Jóhannesson og Sveinn Runólfsson

Mikil umræða fer nú fram um raforkuframleiðslu með nýtingu vindorku og sýnist sitt hverjum. Sjálfsagt og eðlilegt er að horfa að einhverju leyti til reynslu annarra þjóða í því efni en þó ber að hafa í huga að í orku- og umhverfismálum er Ísland ólíkt flestum öðrum löndum. Þannig er hlutfall endurnýjanlegrar orku hvergi hærra í heiminum og náttúra Íslands er að mörgu leyti einstök, einkum fyrir jarðfræði og víðerni. Ýmsar spurningar hljóta að vakna þegar fyrir liggur mikill áhugi erlendra fyrirtækja á að reisa hér og reka vindorkuver. Hvar eiga slík orkuver að rísa? Er það þjóðinni hagkvæmt að erlendir aðilar taki yfir aukinn hluta af frumframleiðslu orku í landinu? Hver yrðu áhrif aukinnar vindorkunýtingar á rafmagnsverð til almennings?

Það er ljóst að umhverfisáhrif af vindmyllum eru mikil. Þeim fylgir

...