Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson leikur í Evrópudeildinni á tímabilinu.
Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson leikur í Evrópudeildinni á tímabilinu. — AFP/Maurice van Steen

Íslendingalið Ajax og Elfsborg tryggðu sér bæði sæti í deildarkeppni Evrópudeildarinnar á komandi keppnistímabili í gær. Ajax hafði betur gegn Jagiellonia frá Póllandi í síðari leik liðanna í Amsterdam í gær, 3:0, en Ajax vann einvígið samanlagt 7:1. Kristia Nökkvi Hlynsson sat allan tímann á varamannabekk Ajax í leiknum.

Þá tryggði Elfsborg sér einnig sæti í deildarkeppninni eftir vítakeppni gegn Molde frá Noregi. Molde vann síðari leik liðanna í Eflsborg í Svíþjóð í gær, 1:0. Staðan í einvíginu var því 1:1 og þá var gripið til framlengingar þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Elfsborg hafði svo betur í vítakeppni, 4:2, en bæði Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru varamenn hjá Elfsborg í leiknum.

Dregið verður í deildarkeppninni í Mónakó í Frakklandi í dag.