Íslensk orðabók er snögg að skýra hanski: fingravettlingur úr leðri. Að svo mæltu er það mál dagsins: orðtakið að taka upp hanskann fyrir einhvern. Að kasta hanskanum merkir að hefja árás

Íslensk orðabók er snögg að skýra hanski: fingravettlingur úr leðri. Að svo mæltu er það mál dagsins: orðtakið að taka upp hanskann fyrir einhvern. Að kasta hanskanum merkir að hefja árás. Hitt merkir þá að taka málstað e-s, verja gerðir e-s eða rétta e-m hjálparhönd. Passa sig þó að taka ekki upp hanskann fyrir „einhverjum“.