Fangelsi landsins hafa ekki haft burði til að kalla menn til afplánunar fyrr en löngu eftir að dómur er fallinn.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Á síðustu vikum og mánuðum hafa stór sakamál komið upp, svo sem umfangsmikil rannsókn þar sem grunur er um mansal. Morðmál hafa verið fleiri en oft áður. Fjöldi útkalla þar sem sérsveit hefur þurft að vopnast vegna skotvopna hefur næstum þrefaldast frá árinu 2016 og nánast fjórfaldast vegna hnífa.

Starfsumhverfi lögreglu hefur gjörbreyst á síðustu árum. Lögreglan, ákæruvald, dómstólar og fangelsi hafa þó ekki fengið mikið pláss í pólitískri umræðu. Það er hins vegar löngu tímabært að stjórnvöld vinni eftir útfærðri og fjármagnaðri stefnu á þessu sviði. Hagsmunir almennings krefjast þess.

Fáliðuð löggæsla á Íslandi ógnar ekki bara öryggi lögreglumannana sjálfra, hún ógnar öryggi allra landsmanna. Fangelsi landsins hafa sömuleiðis ekki haft burði til að kalla menn til

...