Fjölskyldan Vala, Gunnar og börn, frá vinstri: Þórir, Sigríður, Jónas og Axel.
Fjölskyldan Vala, Gunnar og börn, frá vinstri: Þórir, Sigríður, Jónas og Axel.

Valgerður Guðrún Schiöth er fædd 30. ágúst 1949 að Hólshúsum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. „Ári áður höfðu foreldrar mínir flutt þangað frá Akureyri með tvö eldri börnin, þar sem faðir minn stundaði löggæslustörf. Í sveitinni voru næg verkefni við búskapinn og móðir mín tók fljótlega að stjórna kórum og var organisti í þremur kirkjum lengi vel, kenndi tónlist í skólum og æfði ýmiss konar leik- og söngatriði. Hún var ein 11 systkina frá Lómatjörn þar sem sungið var seint og snemma, gjarnan margraddað. Pabbi var af dönskum foreldrum og var margt upp á danska vísu í hans uppvexti. T.d. talaði hann ætíð dönsku við móður sína. Hann fór ungur til Ameríku og dvaldi þrjú ár við ýmiss konar störf, en kom heim eftir að hafa fylgst með Ólympíuleikum í Los Angeles 1932. Hann var góður knattspyrnumaður og var fyrsti gjaldkeri KA.

Uppvaxtarárin í Hólshúsum voru góð, greiðviknir nágrannar og samhjálp

...