— Morgunblaðið/Eyþór

Íþróttagarpar sprettu úr spori þegar Hleðsluhlaupið var flautað af stað klukkan 19 í gær. Hlaupaleiðin liggur ­hringinn í ­kringum Fossvoginn og telur fimm kílómetra. Gátu hlaupararnir valið um hvort þeir færu einn eða tvo hringi, þ.e. fimm eða tíu kílómetra. Í fimm kílómetra hlaupinu var Arnar Pétursson fyrstur karla í mark og Íris Anna Skúladóttir fyrst kvenna. Í tíu kílómetra hlaupinu var svo Sigurður Örn Ragnarsson fyrstur karla í mark og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrst kvenna.