Ísraelsher felldi í gær fimm meinta hryðjuverkamenn á öðrum degi aðgerða sinna á Vesturbakkanum. Sagði herinn í yfirlýsingu að mennirnir fimm hefðu falið sig í mosku í borginni Tulkarem og að þeir hefðu skotið á ísraelska hermenn
Útfarir Syrgjendur sjást hér við lík fjögurra manna sem Ísraelsher felldi í aðgerðum sínum í nágrenni Tubas-borgar á Vesturbakkanum í fyrradag.
Útfarir Syrgjendur sjást hér við lík fjögurra manna sem Ísraelsher felldi í aðgerðum sínum í nágrenni Tubas-borgar á Vesturbakkanum í fyrradag. — AFP/Zain Jaafar

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ísraelsher felldi í gær fimm meinta hryðjuverkamenn á öðrum degi aðgerða sinna á Vesturbakkanum. Sagði herinn í yfirlýsingu að mennirnir fimm hefðu falið sig í mosku í borginni Tulkarem og að þeir hefðu skotið á ísraelska hermenn.

Sagði herinn jafnframt að Mohammed Jabber væri á meðal hinna föllnu, en hann var höfuðpaur hryðjuverkasamtakanna Heilags stríðs í Tulkarem-borg. Mun Jabber hafa lagt á ráðin um ýmis hryðjuverk í gegnum tíðina og sögðu talsmenn hersins að hann hefði haft nokkur áform um árásir á Ísrael á prjónunum þegar hann var felldur.

Ísraelsher sinnti einnig aðgerðum í flóttamannabúðunum í Jenín og heyrðist skothríð þar fyrripart dagsins. Þá hafði herinn handtekið að minnsta kosti 45 Palestínumenn sem grunaðir væru um tengsl

...