Héraðsdómstóll hefur fallist á kröfu lögreglunnar á Austurlandi um að framkvæmd verði geðrannsókn á manninum sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað. Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel. Unnið sé að gagnaöflun og hvers konar úrvinnslu. Lögreglan hefur einnig farið fram á að gæsluvarðhald yfir manninum verði framlengt.