Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heimsótti Siglufjörð í gær til að virða fyrir sér þær hamfarir sem herjað hafa á bæinn síðustu daga og ekki síður jarðsig og skriður á Siglufjarðarvegi í svonefndum Almenningum
Siglufjarðarvegur Bjarni segir það hafa verið gagnlegt að fara á svæði hamfaranna og funda með fólki af svæðinu.
Siglufjarðarvegur Bjarni segir það hafa verið gagnlegt að fara á svæði hamfaranna og funda með fólki af svæðinu. — Ljósmynd/Fjallabyggð

Egill Aaron Ægisson Ólafur Pálsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heimsótti Siglufjörð í gær til að virða fyrir sér þær hamfarir sem herjað hafa á bæinn síðustu daga og ekki síður jarðsig og skriður á Siglufjarðarvegi í svonefndum Almenningum.

Úrhellisrigning var á Tröllaskaga í liðinni viku. Grjót- og aurskriður féllu og ákvað aðgerðastjórn á Norðurlandi að loka Siglufjarðarvegi fyrir viku vegna vatnavaxta og skriðufalla.

Í skriflegu svari til Morgunblaðsins segir Bjarni það hafa verið gagnlegt að fara á vettvang hamfaranna og funda með fólki af svæðinu. Hafi hann hitt bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur, auk fulltrúa Fjallabyggðar, slökkviliðsstjóra svæðisins og ofanflóðasérfræðings Veðurstofu Íslands.

...