Blásið verður til tónlistarveislu í kvöld, föstudag, þegar hinir árlegu samstarfstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV, Klassíkin okkar, fara fram í Eldborg Hörpu kl. 20. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina Á valdi tilfinninganna…

Blásið verður til tónlistarveislu í kvöld, föstudag, þegar hinir árlegu samstarfstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV, Klassíkin okkar, fara fram í Eldborg Hörpu kl. 20. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina Á valdi tilfinninganna og er efnisskráin helguð því litrófi tilfinninga sem tónlistin geymir. Meðal þeirra sem koma fram með sveitinni eru Agnes Thorsteins, Bubbi Morthens, Karin Torbjörnsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Una Torfa. Um tónsprotann heldur Bjarni Frímann Bjarnason, en kynnar eru Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Tónleikarnir verða einnig í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.