„Uppskeran getur alveg orðið ágætt meðalár ef við fáum næstu vikur góðar. Kartöflurnar eru enn að spretta og meðan ekki frystir eru grösin í góðu lagi. Í jarðveginum er talsvert af kartöflum þó mismikið sé sprottið eftir yrkjum,“ segir Andri Þór Erlingsson kartöflubóndi í Forsæti í Flóa
Haustverk Ekið um akurinn og kartöflurnar tínast til. Hverri árstíð fylgja ákveðin verkefni, ólík en skemmtileg.
Haustverk Ekið um akurinn og kartöflurnar tínast til. Hverri árstíð fylgja ákveðin verkefni, ólík en skemmtileg. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Uppskeran getur alveg orðið ágætt meðalár ef við fáum næstu vikur góðar. Kartöflurnar eru enn að spretta og meðan ekki frystir eru grösin í góðu lagi. Í jarðveginum er talsvert af kartöflum þó mismikið sé sprottið eftir yrkjum,“ segir Andri Þór Erlingsson kartöflubóndi í Forsæti í Flóa.

Í sveitum lands er nú uppskerutíð á öllum ökrum og mikið er undir. Kartöflurækt hefur lengi verið stunduð á Þjórsárbökkum í Flóa. Þau Andri og Hulda Kristjánsdóttir kona hans eru þriðji ættliðurinn sem slíkan búskap stunda í Forsæti. Hulda, sem er sveitarstjóri Flóahrepps, er einmitt frá Forsæti; dóttir þeirra Kristjáns Gestssonar og Önnu Guðbergsdóttur bænda þar.

„Vorið í ár var kalt og frost lengi í jörðu. Við

...