Róbert Ísak Jónsson úr Firði og SH hafnaði í sjötta sæti og sló eigið Íslandsmet þegar hann synti í átta manna úrslitum 100 metra flugsunds í S14-flokki þroskahamlaðra á Paralympics-leikunum í smekkfullri La Défense Arena-höllinni í París í gær
Ánægður Róbert Ísak Jónsson kátur eftir að hafa tryggt sér sjötta sætið í úrslitum 100 metra flugsunds í S14-flokki þroskahamlaðra á Paralympics-leikunum í La Défense Arena-höllinni í París í gær.
Ánægður Róbert Ísak Jónsson kátur eftir að hafa tryggt sér sjötta sætið í úrslitum 100 metra flugsunds í S14-flokki þroskahamlaðra á Paralympics-leikunum í La Défense Arena-höllinni í París í gær. — Ljósmynd/ÍF

Í París

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Róbert Ísak Jónsson úr Firði og SH hafnaði í sjötta sæti og sló eigið Íslandsmet þegar hann synti í átta manna úrslitum 100 metra flugsunds
í S14-flokki þroskahamlaðra á Paralympics-leikunum í smekkfullri La Défense Arena-höllinni í París í gær.

Róbert Ísak synti á 57,92 sekúndum og stórbætti þannig eigið Íslandsmet sem var 58,06 sekúndur. Þrjú ár eru síðan hann setti fyrra Íslandsmet sitt í úrslitum greinarinnar á Paralympics í Tókýó fyrir þremur árum.

Þá hafnaði Róbert Ísak sömuleiðis í sjötta sæti og endurtók því leikinn á sínum öðrum leikum á ferlinum en hann er ungur enn, 23 ára gamall.

Um morguninn hafði Róbert Ísak

...