Ráðstefna í til­efni hundrað ára af­mæl­is Veður­stofu Íslands kostaði tæp­lega 36 millj­ón­ir króna. Var hún hald­in árið 2022 sök­um heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru, en Veður­stof­an varð hundrað ára árið 2020
Afmæli Um 60% af kostnaðinum voru fjármögnuð með ráðstefnugjaldi.
Afmæli Um 60% af kostnaðinum voru fjármögnuð með ráðstefnugjaldi. — Morgunblaðið/Arnþór

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Ráðstefna í til­efni hundrað ára af­mæl­is Veður­stofu Íslands kostaði tæp­lega 36 millj­ón­ir króna. Var hún hald­in árið 2022 sök­um heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru, en Veður­stof­an varð hundrað ára árið 2020.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari frá Veður­stof­unni við fyr­ir­spurn blaðsins.

„Um var að ræða ráðstefnu sem upp­haf­lega átti að vera einn af nokkr­um viðburðum á 100 ára af­mælis­ári Veður­stofu Íslands 2020. Öllum viðburðum var af­lýst sök­um heimsfaraldurs kórónuveiru,“ seg­ir í svari Veður­stof­unn­ar. Útlagður kostnaður vegna ráðstefn­unn­ar var 35,9 milljónir krón­ur. Þar af voru um 60% fjár­mögnuð með ráðstefnu­gjöldum, eða um 21,7 milljónir króna.

Veður­stof­an seg­ir að ráðstefnu­haldið sjálft, sal­ir, skrán­ing, um­sýsla og veit­ing­ar hafi kostað 32,3 milljónir krón­a. Þá nam kostnaður vegna gesta­fyr­ir­les­ara 3,6 milljónum krón­a. Þar á

...