Mark Víkingar fagna marki í fyrri leiknum gegn UE Santa Coloma.
Mark Víkingar fagna marki í fyrri leiknum gegn UE Santa Coloma. — Morgunblaðið/Eggert

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík urðu í gærkvöldi annað íslenska félagið til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópukeppni í knattspyrnu karla þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn UE Santa Coloma í síðari leik liðanna í 4. umferð Sambandsdeildarinnar á Estadi Nacional í Andorra. Víkingur vann stórsigur í fyrri leik liðanna á Víkingsvelli í Fossvogi, 5:0, og unnu því einvígið samanlagt 5:0.

Sambandsdeildin verður með deildarkeppnisfyrirkomulagi í ár, ólíkt riðlakeppnisfyrirkomulaginu sem hefur einkennt keppnina undanfarin ár,

...