Til móts við tilveruna nefnist sýning sem Jóhanna Hreinsdóttir hefur opnað í Grafíksalnum. „Jóhanna reynir að fanga hið skynræna handan tungumálsins, vitundina sem leitast stöðugt við að skapa, hreyfinguna sem leitast við að móta, forma og…
Sköpun Eitt verkanna á sýningunni.
Sköpun Eitt verkanna á sýningunni.

Til móts við tilveruna nefnist sýning sem Jóhanna Hreinsdóttir hefur opnað í Grafíksalnum. „Jóhanna reynir að fanga hið skynræna handan tungumálsins, vitundina sem leitast stöðugt við að skapa, hreyfinguna sem leitast við að móta, forma og festa, en um leið að ýta við hinu formaða og brjóta það upp í ófyrirsjáanleika sínum. Margbreytileiki og óútreiknanleg framvinda lífsins eru þannig uppspretta hugmynda hennar. Allt frá fyrstu pensilstroku til þeirrar síðustu eiga sér stað mörg samtöl – frá einu augnabliki til annars – þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið. Ferlið þróast og tekur breytingum rétt eins og lífið sjálft,“ segir í tilkynningu. Sýningin, sem stendur til 8. september, er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18.