Kerlingin á Skólavörðuholtinu heyrði af því að karlinn á Laugaveginum væri rúmfastur og væri að jafna sig á veikindum. Hún tók sig því til og orti til karlsins: Öllu lengur ekki vil án þín rorra og góna, það er kominn tími til að tjútta af sér skóna

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Kerlingin á Skólavörðuholtinu heyrði af því að karlinn á Laugaveginum væri rúmfastur og væri að jafna sig á veikindum. Hún tók sig því til og orti til karlsins:

Öllu lengur ekki vil

án þín rorra og góna,

það er kominn tími til

að tjútta af sér skóna.

Hresstu þig nú hróið mitt,

hristu af þér doða,

nú er rétt að ná í spritt,

næturlífið skoða.

Vertu ekk’ eins og flækingsfress,

fötin hafa gildi.

Kaupum á þig

...