Umkringdur Grindvíkingurinn Dagur Ingi Hammer sækir að Þrótturum, sem beita öllum brögðum til þess að verjast honum, í leiknum í gærkvöldi.
Umkringdur Grindvíkingurinn Dagur Ingi Hammer sækir að Þrótturum, sem beita öllum brögðum til þess að verjast honum, í leiknum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór

Einar Karl Ingvarsson bjargaði stigi fyrir Grindavík þegar liðið tók á móti Þrótti úr Reykjavík í 20. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Safamýri í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2, en Einar Karl jafnaði metin fyrir Grindvíkinga á 71. mínútu.

Ármann Ingi Finnbogason kom Grindavík yfir strax á 6. mínútu en Unnar Steinn Ingvarsson jafnaði metin fyrir Þróttara sex mínútum síðar. Kristján Kristjánsson kom Þrótturum svo yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Einar Karl jafnaði metin og jafntefli því niðurstaðan.

Jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið sem hefðu með sigri í gær sett mikla pressu á liðin fyrir ofan sig í töflunni. Grindavík er í 8. sætinu með 25 stig en Þróttarar í 7. sætinu með 27 stig. Afturelding er með 30 stig og Njarðvík, Keflavík og ÍR eru öll með 31 stig. Öll fjögur liðin eiga leik

...