Á svölunum Oliver van den Berg opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri.
Á svölunum Oliver van den Berg opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri.

Fimm sýningar verða opnaðar í tengslum við Akureyrarvöku.
Í kvöld, föstudagskvöld, milli kl. 20-22 opnar Joris Rademaker sýningu í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri þar sem hann sýnir ný þrívíð og tvívíð verk unnin út frá trjágreinum. Sýningin stendur til og með sunnudeginum 8. september og er opin daglega kl. 14-17.

Á morgun, laugardag, kl. 15 verða fjórar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akur­eyri. Fríða Karlsdóttir sýnir Ekkert eftir nema mýktin; Oliver van den Berg sýnir Á svölunum auk þess sem opnaðar eru sýningarnar Jónas Viðar í safneign og fræðslusýningin Grafísk gildi. Sama dag kl. 17 fara fram þriðju og síðustu tónleikar sumarsins undir heitinu „Mysingur“ í Mjólkurporti listasafnsins, en þá koma fram Pitenz, Skandall og Þorsteinn Kári. Dagskránni lýkur svo með gjörningi Yuliana Palacios og Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur kl. 20 og kl.

...