Óskýrt mál hefur grautarlegar afleiðingar

Um margt er deilt á Íslandi, en um sumt er þó mikil eining. Þar er íslensk tunga sennilega helst, enda er það hún sem öðru fremur gerir okkur að þjóð: hún er við. Í íslenskunni felst menningararfurinn og okkur er umhugað um hana, eins og sjá má af líflegri umræðu um tungutakið, hvað sé rétt og hvað rangt, tilraunum til nýbreytni í persónufornöfnum og áhuga á nýyrðasmíð.

Þrátt fyrir að við finnum ýmis dæmi um hið gagnstæða (og sumt teljum við ómögulegt að hugsa eða færa í orð nema á íslensku), þá viljum við að Einar Benediktsson hafi haft rétt fyrir sér:

Ég skildi að orð er á Íslandi til

um allt sem er hugsað á jörðu.

Af því þarf þó ekki að hafa verulegar áhyggjur, því að á íslensku er óþarfi að finna eitt einstakt orð um hvert hugtak. Hér getur eitt og sama orðið haft ótal

...