Í samráðsgátt stjórnvalda er nú til umsagnar „ný og uppfærð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum“ í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Fyrst gerði ráðherrann atlögu að því að hafa samráðstímabilið mjög…
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Í samráðsgátt stjórnvalda er nú til umsagnar „ný og uppfærð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum“ í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Fyrst gerði ráðherrann atlögu að því að hafa samráðstímabilið mjög stutt, þannig að það kláraðist um hásumar – að líkindum til að lágmarka vandræðagang af mögulegum umsögnum. Eftir töluverða gagnrýni var umsagnarfresturinn framlengdur og rennur nú út 22.september, eftir rúmar þrjár vikur.

Það er full ástæða til að hvetja fólk og fyrirtæki til að kynna sér það sem að þeim snýr í þessu langa plaggi ríkisstjórnarinnar, sem telur 260 blaðsíður. Fyrir þá sem ekki nenna, eða hafa einfaldlega ekki tíma, þá tók þingflokkur Miðflokksins á sig ómakið og fjallar ítarlega um þessar tillögur ráðherra Sjálfstæðisflokksins í hlaðvarpinu Sjónvarpslausir fimmtudagar sem má

...

Höfundur: Bergþór Ólason