Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík urðu í gærkvöldi annað íslenska félagið til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópukeppni í knattspyrnu karla þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn UE Santa Coloma í síðari leik liðanna í 4
Gleði Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og Erlingur Agnarsson fagna marki í fyrri leiknum gegn UE Santa Coloma.
Gleði Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og Erlingur Agnarsson fagna marki í fyrri leiknum gegn UE Santa Coloma. — Morgunblaðið/Eggert

Sambandsdeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík urðu í gærkvöldi annað íslenska félagið til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópukeppni í knattspyrnu karla þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn UE Santa Coloma í síðari leik liðanna í 4. umferð Sambandsdeildarinnar á Estadi Nacional í Andorra. Víkingur unnu stórsigur í fyrri leik liðanna á Víkingsvelli í Fossvogi, 5:0, og unnu því einvígið samanlagt 5:0.

Ólíkt fyrri leik liðanna í Fossvoginum var leikur gærdagsins lítið fyrir augað. Víkingar áttu ekki eina marktilraun í fyrri hálfleik og virtust fyrst og fremst staðráðnir í að halda marki sínu hreinu.

Nikolaj Hansen átti skalla rétt fram hjá á 58. mínútu eftir aukaspyrnu

...