Sjón
Sjón

„Óland kortlagt: Skáldskapur Eiríks Laxdals í íslensku og alþjóðlegu samhengi“ er yfirskrift ráðstefnu sem Árnastofnun og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands standa fyrir í Eddu, húsi íslenskunnar, í dag, föstudag, kl. 14-16.30 og á morgun, laugardag, kl. 10-16.30. „Markmiðið er að vekja athygli á vanmetnu framlagi Eiríks til íslenskra bókmennta og bókmenntasögu. Þrátt fyrir að verk hans hafi verið til umræðu meðal fræðafólks frá því um miðja nítjándu öld kannast furðumargir hvorki við nafn Eiríks né skáldverkin sem hann lét eftir sig,“ segir í tilkynningu. Meðal fyrirlesara eru María Anna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Antonsson, Lena Rohrbach, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Jón Karl Helgason og Sjón. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á

...