„Við vitum um nokkuð mörg dæmi þess að skip og bátar láti hvergi vita af sér og séu ekki með kveikt á AIS-auðkenningarkerfinu. Það er hending ef við vitum af því hvað er að gerast inni á fjörðum og á afskekktum stöðum,“ segir Georg…
Georg Lárusson
Georg Lárusson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Við vitum um nokkuð mörg dæmi þess að skip og bátar láti hvergi vita af sér og séu ekki með kveikt á AIS-auðkenningarkerfinu. Það er hending ef við vitum af því hvað er að gerast inni á fjörðum og á afskekktum stöðum,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um stöðu mála í eftirliti Landhelgisgæslunnar með skipa- og bátaumferð við strendur landsins, en svo sem fram hefur komið hefur flugvél Gæslunnar, TF-SIF, verið úr leik vegna bilunar svo mánuðum skiptir og ekki er útlit fyrir að hún verði nothæf fyrr en síðla hausts.

Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Halldór B. Nellett, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, að strandlengjan við Ísland væri meira og

...