Bátsferð Í bátnum voru há fjaðrandi sæti sem voru ekki rétt stillt.
Bátsferð Í bátnum voru há fjaðrandi sæti sem voru ekki rétt stillt. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Neyðarlínu barst tilkynning 15. júní 2023 um að þrjár manneskjur væru slasaðar um borð í RIB-báti eftir stutta siglingu úr Reykjavíkurhöfn. Um borð í bátnum voru níu farþegar auk skipstjóra og leiðsögumanns. Tveir farþegar voru fluttir á sjúkrahús og reyndust þeir vera hryggbrotnir, en sá þriðji fór strax úr landi og því ekki vitað hverjir áverkar hans voru.

Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um slysið kemur fram að um borð í bátnum hafi verið fjaðrandi sæti sem voru talsverð há og gerðu það að verkum að lágvaxið fólk næði ekki að tylla fótum niður á þilfarið.

Farþegarnir sem slösuðust voru báðir 160 cm á hæð og náðu einungis rétt að tylla tánum niður. Nái farþegar ekki góðri fótfestu er hætta á því að kraftur höggs leiði upp í gegnum sitjandann þegar bátar af slíkri gerð skella

...