Áskorun Gunnar þarf að reyna sig í afar krefjandi aðstæðum.
Áskorun Gunnar þarf að reyna sig í afar krefjandi aðstæðum.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Ofurhlauparinn Gunnar Júlísson tekst þessa dagana á við ótrúlega áskorun í svissnesku Ölpunum. Þar tekur hann þátt í Swiss Peaks-hlaupinu en í því er nú í fyrsta sinn boðið upp á að hlaupa tæpa 700 kílómetra í hrikalegu umhverfi Alpanna.

Hlaupið var ræst við Genfarvatn síðdegis á mánudag að íslenskum tíma og hefur Gunnari gengið vel fram til þessa að sögn Sigrúnar Hermannsdóttur kærustu hans. „Svissnesku Alparnir eru ævintýralegir. Hann fer jafnvel mörgum sinnum á dag þúsund metra upp og svo aftur niður og ferðast nánast aldrei á jafnsléttu. Staðan á honum núna er ágæt. Hann er kominn með 170 kílómetra og 14.000 metra í uppsafnaðri hækkun,“ sagði Sigrún um miðjan dag í gær.

Swiss Peaks-hlaupið

...