Ísland er eitt af strjálbýlustu löndum heims. Við höfum því ekki efni á jafn góðum samgönguinnviðum og nágrannalöndin.
Þórarinn Hjaltason
Þórarinn Hjaltason

Þórarinn Hjaltason

Tilefni þessarar greinar er nýuppfærður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að væntanlegur ábati af fjárfestingum upp á 311 milljarða kr. sé 1.140 milljarðar kr. Það þýðir að samfélagið fær um þrjár krónur til baka fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið. Hins vegar hefur ekki verið upplýst um ábata af borgarlínunni sem áætlað er að kosti um 130 milljarða. Er það vegna þess að ábati af fyrirhugaðri borgarlínu verður það lítill að samanburður við hagkvæmni annarra aðgerða þolir ekki dagsins ljós? Ég tel að ábati af snjallvæðingu umferðarljósa og mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut við Bústaðaveg geti orðið af stærðargráðunni 100 milljarðar. Ætla má að kostnaður við þessar aðgerðir, sem báðar eru í sáttmálanum, verði um fimm milljarðar kr. Samfélagið mun því fá til baka um 20 krónur fyrir hverja krónu sem lögð er í þessi

...