Þóra Kristín Jónsdóttir fæddist 17. nóvember 1939. Hún lést 10. ágúst 2024. Útför fór fram 29. ágúst 2024.

Við fráfall Þóru Kristínar Jónsdóttur, kennara okkar, rifjast upp margar og hlýjar minningar. Þótt hún hafi aðeins kennt okkur einn vetur í Hagaskóla hafði hún sterk áhrif á hópinn sem gætir enn 32 árum síðar.

Allir í Hagaskóla vissu hver Þóra Kristín var, enda fór ekkert framhjá henni sem gerðist á göngum skólans og það orð fór af henni að hún væri strangur kennari. Við vorum því dálítið smeyk þegar í ljós kom að hún yrði umsjónarkennari 10. bekkjar T haustið 1991. Það átti þó fljótlega eftir að koma í ljós að aginn var í raun umhyggja og metnaður fyrir hönd nemenda. Engum leiddist í tíma hjá Þóru Kristínu né heldur var mikið svigrúm til að láta sér leiðast. Í hennar höndum lifnuðu íslenskar bókmenntir við og henni tókst hið ótrúlega, að

...