Þess vegna sjáum við á sýningunni verk sem eru ótrúlega fjölbreytileg, margslungin og flókin tæknilega séð en eru líka könnun á rými.
Cecilie C. Gaihede er verkefnastjóri safneignar og rannsóknar hjá Gerðarsafni.
Cecilie C. Gaihede er verkefnastjóri safneignar og rannsóknar hjá Gerðarsafni. — Morgunblaðið/Arnþór

Í Gerðarsafni stendur yfir sýningin Hamskipti, sem er haldin í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns, en safnið var stofnað til heiðurs listakonunni Gerði Helgadóttur (1928-1975). Sýningunni Hamskipti er ætlað að varpa ljósi á arfleifð Gerðar í íslenskri myndlist.

„Með sýningunni erum við að reyna að fanga þær öru breytingar sem eru í listsköpun Gerðar Helgadóttur. Gerður kafar á dýptina og efniviðurinn breyttist ört. Hún fer snemma til Flórens í klassískt myndhöggvaranám, fer síðan til Parísar í leit að nýrri sýn. Á örfáum árum gerir hún sín fyrstu abstrakt verk, fer að vinna verk í járn, og síðan verða breytingar með reglulegu millibili allan hennar feril,“ segir Cecilie Gaihede, sýningarstjóri sýningarinnar og verkefnastjóri safneignar og rannsókna hjá Gerðarsafni.

„Sýningin fangar og skilgreinir

...