Á landi sem ekki var til fyrir rúmum 50 árum er að rísa laxeldisstöð Laxeyjar ehf. í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hafði verið í vinnslu í nokkur ár þegar fyrsta skóflustungan var tekin í lok febrúar 2023 kviknaði hjá þeim Daða Pálssyni …
Meðferð hrogna er vandasöm því ekkert má út af bera. Hér má sjá Harry starfsmann Laxeyjar og starfsmann Benchmark Genetics sem framleiðir hrognin.
Meðferð hrogna er vandasöm því ekkert má út af bera. Hér má sjá Harry starfsmann Laxeyjar og starfsmann Benchmark Genetics sem framleiðir hrognin.

Ómar Garðarsson

omar49@simnet.is

Á landi sem ekki var til fyrir rúmum 50 árum er að rísa laxeldisstöð Laxeyjar ehf. í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hafði verið í vinnslu í nokkur ár þegar fyrsta skóflustungan var tekin í lok febrúar 2023 kviknaði hjá þeim Daða Pálssyni og Hallgrími Steinssyni, sem nú eru að sjá draum sinn verða að veruleika. Seiðaeldisstöð er komin í fulla notkun og framkvæmdir í Viðlagafjöru eru á áætlun.

Laxey mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum: seiðaeldisstöð í botni Friðarhafnar sem mun framleiða fjórar milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Áætlað er að full afköst náist árið 2030.

„Það sáu kannski ekki margir fyrir sér að á Heimaey væri hægt

...