Kennedy „Þetta var það vitlausasta á jörðinni,“ sagði dóttir Róberts F. Kennedys í viðtali við Town & Country-tímaritið árið 2012. Í viðtalinu, sem nú er dregið fram í dagsljósið á fjölda erlendra miðla, lýsir Kathleen því þegar…
Róbert F. Kennedy hefur sagt sig úr forsetaframboði og lýst yfir stuðningi við Trump.
Róbert F. Kennedy hefur sagt sig úr forsetaframboði og lýst yfir stuðningi við Trump. — Rebecca Noble/Getty Images

Kennedy „Þetta var það vitlausasta á jörðinni,“ sagði dóttir Róberts F. Kennedys í viðtali við Town & Country-tímaritið árið 2012. Í viðtalinu, sem nú er dregið fram í dagsljósið á fjölda erlendra miðla, lýsir Kathleen því þegar faðir hennar sagaði með keðjusög höfuðið af hval sem rekið hafði á strönd í Hyannis Port í Massachusetts. Hvalshausinn festi hann á þak fjölskyldubílsins og ók þannig í fimm klukkutíma til heimilis þeirra í Mount Kisco, New York. Nú hafa umhverfissamtök lýst yfir óánægju sinni með athæfið og óskað eftir að gjörningur Kennedys verði rannsakaður.