Guðrún Fanney Briem hefur náð bestum árangri hinna fjölmörgu íslensku keppenda sem taka þátt í Evrópumóti ungmenna, pilta og stúlkna 8-18 ára, sem lýkur nú um helgina í Prag. Guðrún Fanney hafði hlotið 4½ vinning af 7 mögulegum og var í 15.-30
Besta frammistaðan Guðrún Fanney Briem hefur náð bestum árangri íslensku krakkanna sem tefla á EM í Prag.
Besta frammistaðan Guðrún Fanney Briem hefur náð bestum árangri íslensku krakkanna sem tefla á EM í Prag.

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Guðrún Fanney Briem hefur náð bestum árangri hinna fjölmörgu íslensku keppenda sem taka þátt í Evrópumóti ungmenna, pilta og stúlkna 8-18 ára, sem lýkur nú um helgina í Prag. Guðrún Fanney hafði hlotið 4½ vinning af 7 mögulegum og var í 15.-30. sæti af 109 keppendum. Alls taka sjö íslenskar stúlkur þátt í mótinu, misjafnlega reynslumiklar, en margir íslensku keppendanna eru að tefla í fyrsta sinn á svo sterku ungmennamóti. Það hefur komið á daginn að reynslan skiptir miklu máli þegar á svo sterk mót er komið, en Guðrún Fanney og Iðunn Helgadóttir hafa nokkrum sinnum áður teflt á þessum vettvangi.

Ég gef mér að Guðrún Fanney hafi notið aðstoðar sinna ágætu bræðra

...