Morðum og hnífaárásum fjölgar sem kallar á athugun og aðgerðir

Alvarlegum ofbeldismálum, þar með talið morðum, hefur farið mjög fjölgandi hér á landi á liðnum misserum, sem er augljóst og verulegt áhyggjuefni. Á átján mánuðum hafa tíu einstaklingar verið myrtir í níu manndrápsmálum og er þetta veruleg aukning frá því sem Íslendingar eiga að venjast. Vonandi er um undantekningu að ræða og ef svo er ættu þessi mál að fara aftur í fyrra horf. Ekki eru þó endilega miklar líkur á því, hættara er við að eitthvað hafi breyst sem veldur þessari ískyggilegu þróun. Það er nokkuð sem þarf að rannsaka og reyna að bregðast við.

Annað og ef til vill þessu tengt að einhverju leyti er vaxandi hnífaburður ungmenna og þá auðvitað einkum vilji sumra þeirra til að draga fram hnífana og beita þeim gegn náunganum. Hægt er að taka undir með barna- og menntamálaráðherra að nauðsynlegt sé að bregðast við þessu, en á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var rætt um víðtækar

...