Listkröfuganga Þátttakendur í gjörningi Margrétar Bjarnadóttur gengu um Kóngsins nýjatorg í gær.
Listkröfuganga Þátttakendur í gjörningi Margrétar Bjarnadóttur gengu um Kóngsins nýjatorg í gær. — Morgunblaðið/Einar Falur

Á Kóngsins nýjatorgi í hjarta Kaupmannahafnar mátti í gærmorgun sjá til um tíu ungra manna og kvenna í kröfugöngu, með skilti á lofti. En þegar nær var komið mátti sjá að kröfurnar voru óvenjulegar, í raun orðaleikir, textaverk, og óskirnar óræðar. Enda var um að ræða listaverk, gjörning Margrétar Bjarnadóttur, danshöfundar, skálds og myndlistarkonu, með þátttöku danskra sjálfboðaliða. Og viðburðurinn átti sér stað fyrir utan sýningarsalinn kunna Charlottenborg við Nýhöfnina, og hið gamla virta Konunglega listakademí. Þessa dagana fer þar fram í sölunum norræna myndlistarkaupstefnan CHART, haldin í tólfta sinn, og var gjörningur Margrétar einn margra dagskrárliða þar, og verður endurtekinn í dag.

CHART hefur unnið sér sess sem vinsæll viðburður í myndlistarlífinu danska undir sumarlok, en í fjóra daga hópast gestir að og skoða að þessu sinni hvað 36 helstu gallerí Norðurlanda

...