Zoe Saldana fer með hlutverk Ritu.
Zoe Saldana fer með hlutverk Ritu. — Netflix/Shanna Besson

Netflix Bræðingur af söngvamynd, trans, drama, glæpum og djörfu myndefni er eitthvað sem fær mann til að stoppa. Fer þetta saman? Svo virðist vera fyrst kvikmyndin Emilia Pérez, eftir leikstjórann Jacques Audiard, hlaut standandi lófaklapp áhorfenda í Cannes í vor. Zoe Saldana fer með hlutverk mexíkóska lögfræðingsins Ritu sem ráðin er af fíkniefnabaróninum Emiliu Pérez (Manitas). Hana vantar aðstoð við að sviðsetja dauða sinn svo hún geti upplifað sitt sanna sjálf. Myndin sýnir ferðalag fjögurra kvenna í Mexíkó sem hver um sig leitar að eigin hamingju. Söngkonan Selena Gomez fer með eitt hlutverkanna sem fyrrverandi eiginkona Emiliu. Kvikmyndin fer í sýningu á Netflix 13. nóvember.