Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli í Mýrdal fæddist 31. ágúst 1870 á Eyjarhólum í sömu sveit. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Ólafsson, f. 1832, d. 1915, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 1833, d. 1889.

Eyjólfur lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla 1892 og hóf þá kennslu í Mýrdal. Hann stofnaði Lestrarfélag Mýrdælinga og bindindisfélag ásamt öðrum og stóð manna fremstur að sveitablaðinu Mýrdælingi og málfundafélaginu Ármanni.

Eyjólfur varð bóndi á Hvoli 1904 og fljótlega eftir það varð hann oddviti í Dyrhólahreppi, hreppstjóri 1911 og sýslunefndarmaður um sama leyti. Hann var hreppstjóri þar til um áttrætt en sýslunefndarmaður til dánardags. Einnig var hann um langt skeið formaður sóknarnefndar.

Kunnastur er Eyjólfur í dag

...