Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, segir óásættanlegt hvernig staðið hafi verið að áætlanagerð í tengslum við samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hann var fyrst opinberaður árið 2019 var talið að verkefnið myndi kosta 120 milljarða króna
Umræður Ásdís Kristjánsdóttir og Davíð Þorláksson eru gestir Spursmála.
Umræður Ásdís Kristjánsdóttir og Davíð Þorláksson eru gestir Spursmála.

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, segir óásættanlegt hvernig staðið hafi verið að áætlanagerð í tengslum við samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hann var fyrst opinberaður árið 2019 var talið að verkefnið myndi kosta 120 milljarða króna. Í fyrra var áætlunin uppfærð með tilliti til verðlagsbreytinga og þá átti umfangið að nema 160 milljörðum.

Í liðinni viku kom í ljós að nú kostar sáttmálinn 311 milljarða króna og að taka mun sjö árum lengur að hrinda honum í framkvæmd en áður hafði verið heitið.

Hafði ekki trú á tölunum

„[...] það að sáttmálinn sé að meira en tvöfaldast er bara óásættanlegt. Og það hef ég gagnrýnt opinberlega. Þegar ég settist í stól bæjarstjóra

...