Starfsemi Íslenska sjávarklasans blómstrar sem aldrei fyrr og gaman hefur verið að fylgjast með útrás sjávarklasamódelsins til annarra landa. Er nú svo komið að systurklasar eru starfandi um allan heim, allt frá Alaska í vestri til Namibíu í suðri og Nýja-Sjálands í austri
— Morgunblaðið/Anton Brink

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Starfsemi Íslenska sjávarklasans blómstrar sem aldrei fyrr og gaman hefur verið að fylgjast með útrás sjávarklasamódelsins til annarra landa. Er nú svo komið að systurklasar eru starfandi um allan heim, allt frá Alaska í vestri til Namibíu í suðri og Nýja-Sjálands í austri. Þá iðar allt af lífi í Húsi Sjávarklasans úti á Granda en þar hafa fjölmörg fyrirtæki komið sér fyrir – sum splunkuný og önnur rótgróin – og búið að fullnýta allt það pláss sem húsnæðið hefur upp á að bjóða.

Dr. Alexandra Leeper er framkvæmdastjóri Sjávarklasans og segir hún síðustu tvo til þrjá ársfjórðunga hafa verið mjög viðburðaríka og er það ekki síst verkefnið 100% fiskur sem hefur fangað athygli stjórnvalda og fyrirtækja um víða veröld sem vilja læra af reynslu Íslendinga til að geta

...