„Við erum betur sett en flest önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu með landrými. Því höfum við getað úthlutað fjölda lóða á síðustu misserum og uppbyggingin hér er kröftug,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ
Breiðamýri Þetta er í miðkjarna Álftanessins, nærri sundlaug og skóla, og þarna hefur til dæmis hópur fólks úr Grindavík nú eignast samastað í tilverunni.
Breiðamýri Þetta er í miðkjarna Álftanessins, nærri sundlaug og skóla, og þarna hefur til dæmis hópur fólks úr Grindavík nú eignast samastað í tilverunni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Við erum betur sett en flest önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu með landrými. Því höfum við getað úthlutað fjölda lóða á síðustu misserum og uppbyggingin hér er kröftug,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ. Í dag eru rúmlega 500 byggingarhæfar lóðir í bæjarfélaginu og meira er í undirbúningi. Dágóður hluti þessa er sérbýlislóðir.

Nærri lætur að uppbyggingu íbúða í Urriðaholti í Garðabæ sé nú lokið. Íbúar

...