Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við Real Sociedad á Spáni. Hann flaug í gær til Spánar ásamt umboðsmanni sínum Magnúsi Agnari Magnússyni til að skrifa undir hjá félaginu

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við Real Sociedad á Spáni. Hann flaug í gær til Spánar ásamt umboðsmanni sínum Magnúsi Agnari Magnússyni til að skrifa undir hjá félaginu. Samkvæmt spænskum miðlum mun Real Sociedad greiða FC Köbenhavn 20 milljónir punda, eða þrjá milljarða íslenskra króna, fyrir Íslendinginn. Orri skoraði fimm mörk í sex leikjum með Köbenhavn í dönsku deildinni í sumar.

Valgeir Lunddal Friðriksson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er þá genginn til liðs við þýska félagið Düsseldorf. Valgeir kemur til félagsins frá Häcken í Svíþjóð. Valgeir varð sænskur meistari með Häcken árið 2022 en hann gekk í raðir sænska liðsins í janúar 2021 frá Val. Valgeir er hins vegar uppalinn hjá Fjölni. Hjá Düsseldorf verður Valgeir liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar en hann var einnig keyptur fyrr

...