Fyrsta FAR Fest Afríka Reykjavík-menningarhátíðin var haldin 2009 og Cheick Ahmed Tidiane Bangoura, listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hennar frá upphafi, undirbýr nú 15. afmælishátíðina, sem verður 10
Hátíð Cheick vekur m.a. athygli á mismunandi trommum og trommuleik.
Hátíð Cheick vekur m.a. athygli á mismunandi trommum og trommuleik.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fyrsta FAR Fest Afríka Reykjavík-menningarhátíðin var haldin 2009 og Cheick Ahmed Tidiane Bangoura, listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hennar frá upphafi, undirbýr nú 15. afmælishátíðina, sem verður 10. til 15. september.

Cheick, eða Jói frá Húsavík eins og hann kallar sig stundum í gríni, er frá Gíneu í Vestur-Afríku, þar sem hann ólst upp við afrótrommuleik og afródans, en hefur búið á Íslandi undanfarin 25 ár. Sigrún Geirdal talmeinafræðingur lærði afródans hjá föður hans og bauð stráknum að koma með sér til Íslands 1999. „Ég ætlaði að vera á Íslandi í eitt ár en íslenska fjölskylda mín bauð mér að vera áfram og hér er ég enn og orðinn Íslendingur.“

„Íslensku foreldrar“ hans sendu

...