„Sjávarútvegur er mér hins vegar í blóð borinn, þar sem bæði faðir minn og afi voru sjómenn.“
„Sá guli“ en svo er þorskurinn, verðmætasti nytjafiskur Íslendinga, stundum kallaður.
„Sá guli“ en svo er þorskurinn, verðmætasti nytjafiskur Íslendinga, stundum kallaður.

Elínrós Líndal Ragnarsdóttir

elinroslr@gmail.com

Íslenskur sjávarútvegur hefur lengi verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Vexti greinarinnar eru þó takmörk sett frá náttúrunnar hendi og gegnir Hafrannsóknastofnun, stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna, mikilvægu hlutverki í því samhengi.

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar er ekki bara sérfræðingur um hafið sem umlykur Ísland, hann er einnig hafsjór af upplýsingum um vistkerfi sem finna má á landi, enda hefur hann unnið hjá stofnuninni í tæpa fjóra áratugi, eða frá því árið 1987 þegar hann hóf fyrst störf þar sem sumarstarfsmaður. Hann lærði líffræði við Háskóla Íslands og fór síðar í framhaldsnám til Bergen í Noregi að læra fiskifræði.

...