Eftirlitsstofnanir eru frábrugðnar stjórnsýslueftirliti að því leyti að þær framfylgja takmörkunum á athafnafrelsi og starfa samkvæmt lögum um opinberar eftirlitsreglur.
Gunnar Úlfarsson
Gunnar Úlfarsson

Gunnar Úlfarsson

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, birti grein í Morgunblaðinu á fimmtudag þar sem hún gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs: „Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti“. Þórunn segir úttektina athyglisverða en grein Þórunnar er ekki síður athyglisverð. Þar tínir hún til atriði sem ekki koma fram í úttektinni og gerir lítið úr þeim samfélagslega kostnaði sem fylgir opinberu eftirliti. Förum nánar yfir úttektina og gagnrýni Þórunnar.

Á Íslandi starfa 3.750 manns hjá 49 opinberum stofnunum sem sinna eftirliti. Meirihluti þeirra starfar við svokallað stjórnsýslueftirlit. Undir það falla til dæmis lögreglu- og sýslumannsembætti auk Skattsins og Landhelgisgæslunnar. Til viðbótar starfa 1.600 manns við svokallað sérhæft eftirlit, en undir það falla stofnanir eins og Samkeppniseftirlitið, Neytendastofa

...