60 ára Guðmundur ólst upp í Þernuvík í Ísafjarðardjúpi til sjö ára aldurs en síðan á Ísafirði þar sem hann hefur búið mestalla tíð. Hann er fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum og hefur verið verkstjóri í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal sl. 20 ár. Helstu áhugamál eru hlaup og skák en hann vann m.a. Skákþing Reykjavíkur með fullu húsi 1993 og í ár varð hann Íslandsmeistari í skák 50 ára og eldri. Hann reynir að hlaupa eitt maraþon á ári í nýrri borg, en sjötta borgin verður New York í nóvember.


Fjölskylda Kærasta Guðmundar er Áróra Hrönn Skúladóttir, f. 1970. Börn Guðmundar eru Viktoría, f. 1990, og Fannar Freyr, f. 1993. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar Guðmundar: Gísli Indriðason, f. 1935, d. 2021, og Kristín Ólafsdóttir, f. 1942, búsett á Ísafirði.