Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík voru nokkuð heppnir með drátt þegar dregið var í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu í Mónakó í Frakklandi í gær. Víkingar, sem voru í styrkleikaflokki sex í drættinum, mæta LASK frá…
Þjálfari Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans mæta meðal annars LASK frá Austurríki og Djurgården frá Svíþjóð í Sambandsdeildinni.
Þjálfari Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans mæta meðal annars LASK frá Austurríki og Djurgården frá Svíþjóð í Sambandsdeildinni. — AFO/Valery Hache

Sambandsdeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík voru nokkuð heppnir með drátt þegar dregið var í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu í Mónakó í Frakklandi í gær.

Víkingar, sem voru í styrkleikaflokki sex í drættinum, mæta LASK frá Austurríki úr styrkleikaflokki eitt á útivelli, Djurgården frá Svíþjóð úr styrkleikaflokki tvö á heimavelli, Omonoia frá Kýpur úr styrkleikaflokki þrjú á útivelli, Cercle Brugge frá Belgíu úr styrkleikaflokki fjögur á heimavelli, Borac Banja Luka frá Bosníu úr styrkleikaflokki fimm á heimavelli og loks Noah frá Armeníu, sem Guðmundur Þórarinsson leikur með, úr styrkleikaflokki sex á útivelli.

Alls voru 36 lið í pottinum þegar dregið var

...