Regus fagnar um þessar mundir því að tíu ár eru liðin frá opnun fyrsta skrifstofusetursins sem bauð upp á heildarlausnir og meiri sveigjanleika fyrir fyrirtæki á Íslandi stór sem smá á skrifstofum og fundarrýmum – „hybrid“ vinnuaðstöðu
Rekstur Tómas Ragnarz, stofnandi og forstjóri Regus, segir galið að öll starfsemi sé á sama stað miðsvæðis.
Rekstur Tómas Ragnarz, stofnandi og forstjóri Regus, segir galið að öll starfsemi sé á sama stað miðsvæðis. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Regus fagnar um þessar mundir því að tíu ár eru liðin frá opnun fyrsta skrifstofusetursins sem bauð upp á heildarlausnir og meiri sveigjanleika fyrir fyrirtæki á Íslandi stór sem smá á skrifstofum og fundarrýmum – „hybrid“ vinnuaðstöðu. Regus á heimsvísu er 33 ára.

Tómas Ragnarz, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, segir að frekari uppbygging sé fram undan. Regus á Íslandi sjái mikil tækifæri í að fjölga starfsstöðvum í úthverfum og á landsbyggðinni.

Hann segir að í tilefni áfangans hyggist Regus bæta við þjónustu sína og opna svokallað Regus Club House á Laugavegi 14 fyrir meðlimi sína í september.

„Þar munum við bjóða upp á kaffihús / Dixon Lounge

...