Aðstaða fyrir tónlistarnám og verknámskennslu, bókasafn, skólaeldhús, mötuneyti nemenda og aðstaða starfsfólks eru í nýrri byggingu grunnskólans á Hellu sem nú er verið að reisa. Þetta er 2.700 fermetra hús sem áformað er að verði tilbúið að ári
Bygging Búið er að steypa upp viðbygginguna við skólahúsið, sem segja má að sé í hjarta bæjarins, nálægt sundlaug og íþróttahúsi.
Bygging Búið er að steypa upp viðbygginguna við skólahúsið, sem segja má að sé í hjarta bæjarins, nálægt sundlaug og íþróttahúsi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Aðstaða fyrir tónlistarnám og verknámskennslu, bókasafn, skólaeldhús, mötuneyti nemenda og aðstaða starfsfólks eru í nýrri byggingu grunnskólans á Hellu sem nú er verið að reisa. Þetta er 2.700 fermetra hús sem áformað er að verði tilbúið að ári. Þetta er 2. áfangi í uppbyggingu á skólasvæðinu á Hellu. Kominn er í notkun 1. áfangi, byggingu hvar eru 4 til 6 kennslustofur.

Þriðji áfanginn verður svo bygging nýs leikskóla, sem verður þar

...